Algengar spurningar
Hugmyndafræðin er afar einföld, við trúum á heiðarleika.
Við erum flest ef ekki öll okkar mjög upptekin, við skulum því bera virðingu fyrir tíma hvors annars, það er því góð regla að vera skýr og nákvæm hvað varðar tíma- og staðsetningar. Skýr og opin samskipti eru því lykillinn!
Á leigutíma skulum við meðhöndla hluti annarra með virðingu. Í því felst m.a. við skilum hlutum af okkur hreinum, við lagfærum hluti ef við skemmum þá, við göngum um hlutinn líkt og hann væri okkar eigin.
Þú getur sett nánast allt milli himins og jarðar til leigu þó að sjálfssögðu innan löglegra og siðlegra marka. Ef þú átt t.d. sous vide græju, kerru, hoppukastala, hjól, karíóki græjur, borvél eða dróna og vilt næla þér í aukatekjur þá er rema vettvangurinn fyrir þig.
Aðilar verða hluti af hringrásarhagkerfi og stuðla að verndun umhverfisins.
Plásslega séð er betra að leigja í stað þess að kaupa.
Gott fyrir budduna, fyrir báða aðila. Leigusali getur skapað sér aukatekjur þegar eigur hans eru ekki í notkun sem og það kann að vera hagkvæmara fyrir leigutaka að leigja í stað þess að kaupa
Rema er opinn vettvangur sem tengir saman leigusala og leigutaka. Rema notar rafræn skilríki til þess að minnka líkurnar á því að aðilar geti villt á sér heimildir.
Það er alveg frítt að nýskrá sig og búa til aðgang inn á rema.
12% þóknun er dregin sjálfkrafa frá leiguhagnaði leigusala.
Það er á ábyrgð hvers og eins að ákveða hvort hann eigi að innheimta virðisaukaskatt sem hluta af móttekinni upphæð eða ekki.
Auglýsing skal vera á íslensku eða ensku.
Setja skal auglýsingu í réttan vöruflokk, t.d. skal setja ungbarnarólu í vöruflokkinn barnavörur, sumarhúsið í vöruflokkinn fasteignir og svo framvegis.
Góð auglýsing inniheldur m.a. skýra og lýsandi fyrirsögn.
Gefðu þér tíma í að skrifa ítarlega lýsingu á hlutnum sem þú er að setja á leigu. Góð lýsing samanstendur m.a. af skýrri fyrirsögn og ítarlegum auglýsingartexta sem inniheldur allar þær upplýsingar sem leigutaki þarf að hafa til þess að taka ákvörðun um það hvort hluturinn henti honum. Allar upplýsingar eins og t.d. ástand, aldur, mál, þyngd, notkun og þrifaupplýsingar er gott að taka fram. Allt sem þú telur að þurfi að koma fram sem t.d. takmarkar notkun, bilanir, skemmdir og fleira verður þú að upplýsa um í auglýsingu.
Settu inn myndir þar sem hluturinn sést eins vel og mögulegt er. Auglýsing með mörgum myndum er líklegri til ávinnings en auglýsing með engum eða fáum myndum. Við hjá rema ráðleggjum þér að taka mynd af þinni vöru í stað þess að birta mynd frá framleiðanda.
Nei það er því miður ekki hægt að kaupa tryggingu í gegnum rema. Það er ávallt best að kynna sér sínar eigin tryggingar og hvað er innifalið í þeim.
Leigutaka ber að láta leigusala vita hið fyrsta. Þarf að láta okkur vita lika?
Ef leigutaki getur ekki lagfært hlutinn á sinn kostnað þá hefur leigusali heimild til þess að krefja leigutaka um fjárhæð er nemur markaðsverði sambærilegs hlutar og þanns sem skemmist.
Leigutaka ber að láta leigusala vita hið fyrsta. Þarf að láta okkur vita lika?
Ef leigutaki getur ekki lagfært hlutinn á sinn kostnað þá hefur leigusali heimild til þess að krefja leigutaka um fjárhæð er nemur markaðsverði sambærilegs hlutar og þanns sem bilar
Já það er hægt að afbóka.
– Leigutaka er heimilt að afturkalla leigubeiðni þar til að leigusali hefur samþykkt beiðnina. Eftir þann tíma tekur við „biðtími“ og hefur þá leigutaki 48 klukkustundir eftir að beiðnin hefur verið samþykkt af hálfu leigusala til þess að afturkalla beiðni. Ef leigutaki afturkallar beiðni fyrir samþykki eða innan 48 klukkustunda frá því að beiðni var samþykkt á hann rétt á fullri endurgreiðslu af hálfu leigusala.
Í þeim tilvikum þar sem að beiðni um bókun er innan 48 klukkustunda frá upphafsdegi leigutímabils er enginn „biðtími“ og getur leigutaki því einungis afturkallað beiðni sér að kostnaðarlausu áður en beiðni hefur verið samþykkt af leigusala.
Afbókun með styttri fyrirvara en að framan greinir gefur 50% endurgreiðslu til leigutaka.
Það er háð samkomulagi milli leigusala og leigutaka.
Við hjá rema viljum minna á að bera skal virðingu fyrir tíma hvors annars 😊
Ef leigutaki sækir ekki hlut sem hann hefur tekið á leigu og hefur ekki afbókað verður heildarleiguupphæð fyrir hlutinn gjaldfærð af korti leigutaka.
Leigutaki skal hafa samband strax við rema, í gegnum netfangið rema@rema.is
Ef leigusali af einhverri ástæðu vanrækir að afhenda hlut samkvæmt bókun sem hann hefur samþykkt skal hann endurgreiða leigutaka.
ið viljum beina því til aðila að bera viðingu fyrir hvor öðrum og hafa hlutina sem eru leigðir og teknir á leigu hreina.
Ef þú ert leigutaki gakktu þá úr skugga um að þú fylgir vandlega öllum leiðbeiningum sem hafa verið gefnar varðandi þrif, eins og t.d. hvaða hreinsiefni þú átt að nota.
Leigutaki skal skila hlut á umsömdum degi og á þeim tíma sem samið hefur verið um.
Leigutaka ber að skila hlut með öllum aukahlutum, þegar við á, og í sama ástandi og hluturinn var í við upphaf leigutíma, að undanskildu eðlilegu sliti við venjulega notkun.
Þegar hlut er skilað skal leigusali skoða hlutinn vandlega og ganga úr skugga um að hluturinn sé í sama ástandi og þegar hluturinn var afhentur leigutaka.
Leigutaki skal skila hlut á umsömdum degi og á þeim tíma sem samið hefur verið um. Ef leigutaki sér ekki fram á að geta skilað hlut fyrir umsaminn frest þarf leigutaki að hafa samband við leigusala og láta vita af því að hlut verði ekki skilað fyrir umsaminn frest sem og hann þarf að bóka strax framlengingu á leigutíma og greiða fyrir það. Ef leigusali getur ekki komið til móts við leigutaka með framlengingu á leigutímabili þá er það á ábyrgð leigutaka að koma hlut aftur til leigusala innan þess tímaramma sem hentar leigusala. Geri leigutaki það ekki ber honum að greiða vanskilagjald að fjárhæð kr. 2.000 fyrir hvern dag sem skil dragast.
Ef töf er á skilum sem nemur meira en 100% af upphaflegum leigutíma, þó a.m.k. 7 dagar telst hlutur stolinn. Hefur leigusali þá heimild til þess að krefja leigutaka um fjárhæð er nema markaðsverði sambærilegs hlutar og þanns sem stolið er.