Um rema

Hugmyndin af vefsíðunni Rema varð til heima í stofu í ágúst 2022. Eins og með margt annað þá verður hugmynd ekki að veruleika nema að henni sé hlúð og í dag erum við fjögur á bakvið Rema. Við hjá Rema trúum að við séum ekki ein um að liggja á allskyns verðmætum inn í skáp, ofan í skúffu eða í skúrnum sem mætti nýta betur. Okkur fannst því vanta vettvang hér á landi þar sem annars vegar geta aðilar komið verðmætum sínum í verð með því að leigja þau út og hins vegar þar sem fólki gefst tækifæri til þess að leigja í stað þess að kaupa. Okkar markmið er því að búa til gott og einfalt deilihagkerfi þar sem einstaklingar eða fyrirtæki geta komið saman á einum vettvangi og sett eigur sínar til leigu eða tekið eigur annarra á leigu. Með því að deila verðmætunum okkar með öðrum þá trúum við því að við séum að sýna jörðinni okkar umhyggju.